Tek Sega pakkann og Chip and Dale í pal formatinu. Hvað viltu fá fyrir það? og ef að Clone tölvan lítur svona út þá skal ég taka hana líka. http://www.gaminggenerations.com/store/images/Top_Loader_NES.jpg
Það eina sem ég veit er að Iceland Express hefur verið mjög seint frá Spáni í næturflugum á sumrin. Ekkert eins og ýkt og þú ert að tala um en normallinn var að seinkunin var um 2 tíma.
Minnir að hann megi ekki vera úti lengur en eftir sólarlag, nema ef að yfirstandandi hátíð/atburður sé enn í gangi. Til dæmis ef að erfidrykkja fer fram um 7 leitið að vetri til þá má fáninn blakta.
Ormsson er með umboðið og ef ég man rétt þá eiga þeir að hreinsa þetta frítt fyrir þig. Það var allavega þannig þegar að leikurinn kom út…. minnir mig :)
Mig minnir að það hafi verið eitthvað issue með SSBB vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn sem notast við Dual Layer diska. Til að geta spilað svoleiðis þarf linsan sem les leikinn að vera í góðu standi þannig að þú gætir þurft að láta hreinsa hana.
Ég er með Xbox 360, Wii, n64, gamecube og PS2 við 37“ Philips LCD. Svo er ég með NES og SNES tengda við 20” Akai túbusjónvarp og svo er maður með DS og Gameboy í gangi líka. Þetta spilar maður í (feik) Lazyboy stólnum :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..