Samkvæmt mælingum US Geological Survey var skjálftinn, sem reið yfir laust fyrir klukkan eitt, 6,6 á Richterskvarða, eða jafnöflugur þjóðhátíðarskjálftanum. Þetta er sú stofnun sem gaf upp réttan styrk þess skjálfta. Samkvæmt upplýsingunum á Netinu varð skjálftinn í nótt kl. 00:51:47 og upptök hans um 20 kílómetrum vestar en skjálftinn 17. júní. Víða hefur land sprungið í Árnesýslu í nótt, sérstaklega hafa borist fréttir af slíku í Villingaholtshreppi, sem er í Árnessýslu austur við Þjórsá....