Með eigin skákreglur áttu væntanlega við svokallaða “Fischer-Random” útfærslu á skák þar sem röðun manna fyrir aftan peðin er handahófskennd innan vissra marka, t.d. er ekki hægt að fá samlita biskupa… Og þær reglur “meika” fullkomlega sens, sérstaklega rökin fyrir því að búa til þess útfærslu af skákinni, tölvur eru löngu búnar að taka fram úr fólki í skák, sem dæmi er stigahæsti skákmaður heims, heimsmeistarinn Anand, með um 2800 ELO-stig en Fritz 10 teflir á u.þ.b. 2850 stiga styrkleika,...