Svo gott sem allar fiskvinnslur landsins vantar fólk í verkun, pabbi minn vinnur hjá Vísi HF í Grindavík, þar er kvartað sáran yfir manneklu, hörku vinna og vel launuð, sama gildir um Aðalbjörgu SF á Granda í Reykjavík, pabbi vinnur fyrir þá líka og bróðir minn vinnur þar. Í þriðja lagi vantar fólk í vinnslu í HB Granda hef ég heyrt, tengdamamma vinnur þar. Allt vinnustaðir sem krefjast dugnaðar en borga mannsæmandi laun, mæli með að þú tékkir á þessum stöðum.