Sæl, Ég er með eina spurningu hérna sem ég væri vel til í að fá svar við, bæði frá faglærðum hársnyrtum og leikmönnum í hár-bransanum. Málið er þannig, að kærastan mín fór í klippingu og lit á hárgreiðslustofu niðrí bæ. Hún er með mjög ljóst aflitað hár og vildi fá aðeins dekkra hár heldur en hennar natural, en það er frekar ljóst. S.s. eitthvað sem nær því að vera dökkskol heldur en svart, þar sem rótin hennar er of ljós fyrir alveg svart. Allavega, þá fer hún á þessa tilteknu stofu sem hún...