Ísden Ágúst konungur og kona hans, María, ríktu yfir landinu Ísden og voru mjög vinsæl meðal þegna sinna. Þau litu ekki niður á neinn. Þau áttu tvo syni, Aron og Davíð. Aron var 5 árum eldri en Davíð. Davíð og Aron fengu uppeldi við hæfi. Þeir voru báðir afburðagóðir í flest öllu sem þeir gerðu. Davíð var vinsælli en Aron, fólk tók meira eftir honum en Aroni sem vildi frekar vera einn með sjálfum sér og lesa alls konar bækur um sögu, dularfull öfl, galdra o.fl. Meðan Davíð var oftast í...