Ég ætla að skrifa svona að gamni, um það sem var í sjónvarpinu í dag/kvöld 30 janúar, á Rúv. 14:45 - Em í handbolta. Bein útsending frá evrópumeistaramótinu í handbolta, liðin sem öttu kappi voru Ísland og Júgóslavía. Já, Ísland vann ! Ekki það að ég hafi eitthvað vit á handbolta, hvað þá áhuga en ég samt glaður yfir sigri Íslands. 17:05 - Leiðarljós (Guiding Light) Eldgömul amerísk sápuópera, byrjaði sem útvarpsþættir. Tóm vitleysa, getur þó verið gaman að þessu. Dæmi eru um að fimmtugar...