Ungmennaráð Unicef stendur þessa dagana bakvið verkefni sem ber heitið Unicef uppreisnin. Ráðið ákváð að hafa samband við nemendafélög menntaskóla landsins og nýta sér kraftinn sem í þeim býr. Nemendafélög Kvennó, MH og MR svöruðu kallinu og hafa staðið í ströngu síðustu vikur við skipulagningu stórtónleika á Nasa. Hjálmar Hjaltalín Sprengjuhöllin Rökkurró Mammút Retron ..auk þess sem ungt fólk á vegum nemendafélagana mun kynna Unicef samtökin. Herlegheitin verða 2. apríl næstkomandi á Nasa...