Góðan dagin, ég var að flétta í gegn um greina-korkin og sá að það var nokkuð langt síðan ég skrifaði síðast. Til að bæta það upp þá ætla ég að skrifa um ofurbandið Fugazi. Fugazi er samstarf fjagra tónlistarmanna ættaða frá Washington DC í Bandaríkjunum. Þeir eru Brendan Canty á trommur, Joe Lally á bassa, og gítarsöngvararnir Ian MacKaye og Guy Picciotto. Hljómsveitin var stofnuð árið 1987 af þeim Ian, Joe og Brendan, en áður hafði Ian verið í böndum á borð við Minor Threat, Egg Hunt, Teen...