Sælir. Ég er algjör byrjandi á Linux og ég setti upp Ubuntu á vél hjá mér (ekkert dual-boot). Ég finn harða diskinn sem Ubuntu er á en ég er með tvo aðra harða diska sem ég finn ekki. Þeir eru NTFS en ég veit að Linux getur bara lesið af þeim en ekki skrifað á þá. Svo að spurningin mín er, hvernig læt ég Ubuntu finna hörðu diskana, og hvernig get ég formatað þá í FAT32. Það eru engin gögn á þeim sem skipta máli semsagt ekkert backup ferli. Með fyrirfram þökkum. Garrison