Þar sem mikil umræða hefur verið að undanförnu um að greinar sem innihalda seinni heimsstyrjöldina séu of margar og það vanti eitthvað bitastæðara frá öðrum tímum, þá hef ég tekið að mér að skrifa um Júlíus Caesar, merkan herforingja og keisara Rómarveldis. Verði ykkur af því. Ætterni, nám og fyrstu störf. Júlíus Caesar rakti ætt sína til Eneasar, sonar Venusar, dóttur Júpíters, og trúði því að hann yrði tekinn í guðatölu þegar hann myndi kveðja þennan heim. Ætt Caesar var ein af þeim elstu...