Jamm, þetta var stórfín saga og mjög aðgengileg, svona upp á að lifa sig inn í hana. Yfirleitt finnst mér hugsanir og vandamál ungra stelpna í ástarvandræðum mjög óaðlaðandi umfjöllunarefni, en það var eitthvað við þessa sögu sem náði að losna við öll þau atriði sem vekja hjá manni klígju(sem er kannski aðeins of sterk orð). Sumarbústaðakaflinn, þegar sögupersónan fær endurtekin svimaköst, fannst mér ekki alveg nógu góður (miðað við söguna í heild), það hefði mátt lýsa þessari tilfinningu...