Sæll. Ætíð gaman að smíða hlutina sjálfur með misjöfnum árangri á stundum!!en gaman samt. Þekki ekki þessa snúru sem þú ert að útbúa en það er svona snúra ekki satt. Á pdf skjalinu sést hvernig tengingin er,það notast 2.vírar inn á hvort xlr tengið, tengt er á milli 1. og 3.svo inná “sleeve” á mini-jack,tengipunktur 2. er þá annað hvort hægri eða vinstri rás. Ef þú kemur ekki 2. snúrum í mini jackið,máski hægt að nota sitthvort mini jackið og þá svona plögg. Bara smá hugmynd, gangi þér vel.