Kannast við þessa sögu. Heyrði hana í útvarpinu. Og meira um þetta sár á hendinni sem hún fékk er búningurinn rifnaði. Þegar hún leitaði til læknis útaf sárinu héldu þeir að hún hefði orðið fyrir geislabruna, eða komist í námunda við geislavirk efni. Síðan í næstu ferð sinni með verunum gáfu þeir henni eitthvað til að bera á sig eða til að taka inn og viti menn, sárið gréri um leið. Og ekki vakti það minni undrun læknisins þegar hún kom til hans næst.