Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Gabbler
Gabbler Notandi frá fornöld 514 stig
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”

Re: Haukar duttu út gegn Ademar Leon!!!

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sæll Bestur. Leiðinlegt að þið hafið dottið útúr keppninni. En það er enn leiðinlegra ef þið Haukar ætlið að fara að kenna dómurum um þetta. Finst þér að Aron hefði átt að komast upp með þetta bara af því að dómararnir sáu það ekki? Ef þetta hefði verið á hinn veginn. Leikmaður spænska liðsins hefði brotið illilega á einhverju leikmanni Hauka þá er ég nú viss um að annað hljóð væri í koppnum :) En svona er þetta bara. Ég verð nú samt að segja að mér fanst Haukar arfaslakir í þessum leik. Ég...

Re: Roland valur Rikisborgari

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ahaa.. úff… spáið í því….. verja 13 víti í landsleik. Það er svakalegt. Ekki mjög huggulegt fyrir vítaskyttur að vita af því. Kveðja.

Re: Til stjórnenda

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Akkúrat. Lágmark einusinni í viku. Ég fer í þetta núna. Takk fyrir ábendinguna. Kveðja Gabbler.

Re: Roland valur Rikisborgari

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég vil óska landsmönnum til hamingju með þessa jólagjöf frá allsherjarnefnd alþingis. :) Roland er mjög góður handboltamaður og vona ég að hann eigi eftir að komast sem allra lengst í þessari íþrótt. Án efa yrði landsliðið okkar sterkara með þennan mann innanborðs. En það er langt síðan hann lék síðast á stórmóti og það þyrfti að sjálfsögðu að fara varlega í að skella honum sem fastamanni í liðið. Það verður gaman að sjá hvernig Guðmundur stillir upp liðinu. Hvaðan er Roland annars?...

Re: Skákáhugamál

í Hugi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég gæti alveg hugsað mér að stunda skák áhugamál hér á huga. Það væri hægt að gera ýmislegt skemmtilegt þar… án gríns. Ég segi já við skák áhugamáli. Kveðja.

Re: Stórleikur í Hafnarfirði!!!!

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þetta verður án efa erfitt fyrir Haukamenn. Það er aldrei að vita nema að maður mæti á völlinn…. Verst hvað maður er orðinn ryðgaður í spænskunni. Veistu hvoru megin stuðningsmenn Ademar Leon eiga að sitja? En það má ekki gleyma því að Haukar eru ekki eina liðið sem er í evrópukeppni. Grótta/KR spilar á morgun í Álaborg. Ekki veit ég hvernig staðan er í þeirra rimmu. En auðvitað er mikilvægt fyrir þá að vinna leikinn. En úrslit kvöldsins urðu þessi : FH-ÞÓR A. 32-22 FRAM-HK 22-22...

Re: Eðlisfræði

í Hugi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sæll gthth.. Þetta líst mér vel á. Ég væri til í að fá allt þetta sem þú varst að skrifa um. Dulspekina burt :)))) hehe. Trúarbragðaáhugamál er algjört möst…. Þá hefði maður einhvern stað til að senda gagnrýnina á kirkjuna :) Kveðja Gabbler.

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sæll b52 Ég held að Roland og Birkir yrðu gott markmannspar með landsliðinu. Ef þeir að minsta kosti spila eins vel og þeir hafa verið að gera undanfarið. Ég hef ekki heyrt þetta áður að Roland ætli að gerast íslenskur ríkisborgari.. Persónulega líst mér vel á það. En við verðum samt að passa okkur á Duranona sindrome…. Þurfum ekki að hafa hann í landsliði nema hann spili vel. Duranona var allt of lengi með liðinu. Kveðja gabbler. ps… Valur hefur verið útungunarstöð það er alveg rétt….. :)

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Logi náttúrulega sýndi og sannaði hugarfarið hjá mörgum ykkar(ekki öllum) í lok leiksins á miðvikudaginn.” “Alltaf kemur þú með þennan helvítis Roland inn í umræðuna eins og hann skipti nokkru máli í henni!” Þetta er farið að færast útí eithvað persónulegt… mér líkar það ekki. Ég hef eina ágæta reglu sem ég virði þegar ég ræði við fólk hér á huga. Ég skrifa aldrei neitt til neins sem ég mundi ekki segja face to face við náungann. Varðandi það að kæfa umræðu í fæðingu… hver var að tala um...

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
“Logi náttúrulega sýndi og sannaði hugarfarið hjá mörgum ykkar(ekki öllum) í lok leiksins á miðvikudaginn.” “Alltaf kemur þú með þennan helvítis Roland inn í umræðuna eins og hann skipti nokkru máli í henni!” Þetta er farið að færast útí skítkast á einstaka leikmenn. Og já ég var með “hæðni” og ég tek því sem hæðini frá þér að ég sé óðfluga að nálgast fertugsaldurinn. (ég á 2 ár ennþá eftir í það :) Ég er kannski ekki beint alvitur í dag… en ég nálgast það nú smátt og smátt. Á ekki nema...

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Kæri Vaffess. Mér þykir nú leiðinlegt að menn hafi ekkert að segja um handbolta hér á huga nema að rakka niður annara manna lið. Helst vildi ég vera sem allra lausastur við svona umræðu eins og er í gangi hér. Ég er hér á huga til að tala um handbolta og lið og nenni ekki að standa í neinu rifrildi við unglinga um hverjir séu bestir. Skítkast á einstaka leikmenn liða verður EKKI liðið hér á handboltaáhugamálinu meðan ég er einn af stjórnendum þar. Gerðu liðinu þínu greiða og komdu með...

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég vil nú benda mönnum á að passa orðbragðið og ekki fara útí neitt persónulegt skítkast.

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Mér þykir nú svona hálf leiðinlegt…. eins og ég skrifaði þá þykir mér FH vera besta íþróttaliðið… enda þekki ég ekkert annað. Svolítið fyndið að lesa þversagnirnar í því sem þú skrifar. Þú segir að þeir stefni hraðbyr aftur þangað sem þeir eru… hvernig stenst það? Ásvellir eru stærri en Kaplakriki. Áhorfendapallar Kaplakrika taka aðeins fleiri í sæti…. Það er margfalt lægra til þaks á Ásvöllum. þessvegna finnst þér þeir vera minni. Kveðja Gabbler.

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sæll Harry. Hvað meinaru með því að FHingar séu fljótir að gleyma? Hvað var það í þessari grein minni sem þið eruð að misskilja svona hrottalega??? Ég var að hrósa ykkur… Er erfitt að vera Haukamaður og fá hrós frá FHing? Allavega þá skil ég ekki svona ómálefnalega og hundleiðinleg ummæli…. Vona að þetta sé á undanhaldi…. Kveðja Gabbler.

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sæll Harry. Gjörðu svo vel og sparkaðu eins og þú vilt. FHingar þjappa sér bara saman við mótlæti. Það er gaman að Haukar skulu vera að stækka svona svakalega…. En ég vildi nú bara benda þér á það að FHingar eru næstum því með helminginn fleiri áhorfendur að meðaltali á leik…. Mér þykir leiðinlegt að þú misskiljir mig vísvitandi… það hefur aldrei þótt fallega gert. En eins og þú veist vel var ég að meina að ef Haukum tekst að halda sér á toppnum í 10 ár í viðbót þá getum við farið að kalla...

Re: Haukar - FH (og fleiri leikir)

í Handbolti fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Alltaf gaman að heyra málefnalega umræðu um íþróttir. Hvernær hafa FHingar verið með yfirlæti og hroka? Kallaru það yfirlæti og hroka að sigra ykkur í 50 ár? Mér þykir nú leiðinlegt þegar menn eru farnir að kalla lið sem hefur orðið íslandsmeistari tvisvar sinnum stórveldi. Finst þér Afturelding vera stórveldi? FH er ennþá eina stórveldið í Hafnarfirði…. við skulum athuga með Hauka eftir 10-15 ár hvort þeir séu stórveldi eður ei. Það hefur nú aldrei verið talið til manndóms að sparka í...

Re: Haukar vs FH

í Handbolti fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Þetta verður án efa stórleikur…. og mikil skemmtun fyrir rúmlega helming Hafnfirðinga. :) Áfram Ísland, Hafnarfjörður og FH.

Re: Handbolti

í Handbolti fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Skemmtileg skilgreining á línumönnum : “einn línumaður sem er í eilífri baráttu um boltann og skorar ekki neitt sérstaklega oft en þegar línumaðurinn reynir að skjóta þá skorar hann, línumenn skora ekki oft því þeir fá svo sjaldann boltann :'o(” Annars er andrúmsloftið orðið rafmagnað hér í Hafnarfirði fyrir stórleikinn á morgun. Það liggur við að prófkvíðinn falli algjörlega í skuggann af spennuni við að horfa á leikinn. Kveðja Gabbler.

Re: Frestuðu leikir Hauka

í Handbolti fyrir 22 árum
Sæll. Ég veit að Haukar FH leikurinn fer fram 4 des. En him hinn veit ég ekkert.

Re: FH 24-24 Valur

í Handbolti fyrir 22 árum
Það ætla ég svo sannarlega að vona. Það væri stórkostlegt fyrir okkur að ná heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. (man ekki hvernær það gerðist síðast) Nú er bara að taka vel á móti Gróttu/KR á föstudaginn. Kveðja.

Re: Leikur Þórs og Stjörnunnar fer fram á Ólafsfirði

í Handbolti fyrir 22 árum
Þetta er þrælsniðugt í raun…

Re: Nýr Admin

í Handbolti fyrir 22 árum
Til hamingju ilo. Ég held að þetta eigi eftir að vera bráðskemmtilegt… Kveðja.

Re: Hafnarfjarðar slagurinn!

í Handbolti fyrir 22 árum
Haukar - Conversano verður mjög jafn leikur framanaf en Haukar hafa þetta í lokin. 28 - 26 fyrir Hauka. Haukar - FH leikurinn verður afturámóti ójafnari…. FH-ingar vinna þetta 23 - 27. Sigurgeir Árni Ægisson verður markahæstur hjá FH með 8 mörk. Markahæstur hjá Haukum verður Jón Karl með 5 mörk. Áfram Hafnarfjörður!!!

Re: er of seinnt að byrja??

í Handbolti fyrir 22 árum
Eigum við ekki bara að stofna utandeildarlið huga.is :) Ég er 28 ára og er búinn að spá í að byrja að spila síðan ég var 12 ára… en aldrei gert það… dauðsé eftir því. Kveðja Gabbler.

Re: Pauzoulis verður löglegur með Haukum!!!

í Handbolti fyrir 22 árum
Hehe… við skulum sjá hvernig fer :) Ég hef mikla trú á mínum mönnum þessa dagana. Þeir hafa verið að spila nokkuð vel undanfarið en ekki alveg nógu heppnir. Ég er næstum viss um að við höfum Hauka núna…. enda alveg kominn tími til. Ég er búinn að gleyma hvernær við unnum ykkur síðast :) Sennilega hefur það verið á strandgötu hérna um árið í 4ja liða úrslitunum æsispennandi….. Kveðja Gabbler.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok