Vísindi geta hvorki sannað né afsannað tilvist guðs. Þrátt fyrir þetta virðast trúarbrögð vera gríðarlega mikilvægur þáttur í mannlegu samfélagi. Hvort sem samfélagið er mjög flókið eða mjög einfalt þá virðist vera þörf fyrir mætti sem er yfir mönnum hafið. Bæði þá til að leita sér huggunnar eða trausts. Frummenn trúðu á að hlutir sem þeir skildu ekki væru guðlegir hlutir. Veður, eldingar, veikindi, sólin og margt fleira voru allt yfirnáttúrulegir hlutir fyrir frumstæða forfeður okkar. Smátt...