Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: PHP/MySQL : Gestabókin (1/2)

í Vefsíðugerð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég tók mér það bessaleyfi að prenta þetta út:). Ótrúlega flott gestabók :). Hægt að læra af þessu. meira svona takk lol.

Re: Íslenskir Rithöfundar.

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nei ég er alls ekki sammála þér. Þessar bækur eru ætlaðar fyrir vissan aldurshóp og ef þú ert orðin eldri en það að þá eru líkur á því að þær höfði ekki til þín. Hins vegar veit ég að 10 ára dóttir mín hefur gaman af mörgum þessara bóka. Hef reyndar ekki lesið þessa sem þú nefndir<br><br><a href="http://www.annaruna.blogspot.com“><font color=”#800080">Garun, Garun</font></a

Re: Íslenskir Rithöfundar.

í Bækur fyrir 22 árum
Já held það sé óhætt að mæla með Arnaldi fyrir þá sem eru haldnir fordómum gagnvart íslensku rithöfundum. <br><br><a href="http://www.annaruna.blogspot.com“><font color=”#800080">Garun, Garun</font></a

Re: Uppáhalds húsgagnaverslunin þín?

í Heimilið fyrir 22 árum
Mira er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Hef enn ekki keypt mér neitt þar en dreymir um það ;) húsgögnin mín eru mikið til keypt í ikea og ég hef ekkert undan þeim að kvarta nema mig vantar inn í timmerman hillusamstæðuna mína sem er hætt að framleiða ;(

Re: Íslenskir Rithöfundar.

í Bækur fyrir 22 árum
Já þarna ert þú að hugsa nákvæmlega eins og ég ;) Held það sé óhætt að sega að það sé orðið miklu fjölbreyttara úrval heldur en var þegar verið var að láta mann lesa bækur í skóla eftir íslenska höfunda. maður þarf að lesa til að vita ;) <br><br><a href="http://www.annaruna.blogspot.com“><font color=”#800080">Garun, Garun</font></a

Re: Íslenskir Rithöfundar.

í Bækur fyrir 22 árum
Já mig langar einmitt til að lesa lovestar. Geri það fljótlega :). Það kom mér alveg á óvart hvað bókin hans Arnalds var góð. Ég hef alltaf einhvern veginn fundist íslenskir höfundar vera þungt þenkjandi en það er alls ekki þannig. Eina barnabók las ég reyndar um daginn þegar ég var alveg komin í þrot að lesa svo ég stalst í bækurnar hjá dóttur minni og það var bókin búkolla og barnapíubófinn minnir mig að hún heiti eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ég hló mig máttlausa. alveg bráðfyndin sú bók....

Re: Gamalt rokk

í Rokk fyrir 22 árum
Vá! Ég lagði það á mig að lesa þessa ormasúpu eh til hvers veit ég nú ekki. Varð alltaf meira hissa eftir því sem ég las lengra. Ég sá að þið rædduð mikið um creed og sign og ég verð að spyrja …. Kenndi mamma ykkar ykkur ekki mannasiði? Það er nauðsynlegt að geta gagnrýnt list jafnt og dásamað en þetta er nú alveg ótrúlegt. Þið ættuð að skammast ykkar! Ég veit reyndar ekki hverjir sign eru en creed finnst mér alveg frábærir(ekki að það komi málinu neitt við) ásamt queens of the stoneage og...

Re: Gleðileg jól

í Börnin okkar fyrir 22 árum
Skemmtileg grein harpajul. Ég á 2 litlar skottur sem voru mikið spenntar fyrir jólin. Mjög gaman að þessu. Ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að það mætti ekki spila á jólanótt. Er búin að brjóta þessa reglu öh um alltaf. Við spilum alltaf á jólanótt heima hjá mér. Af hverju er bannað að spila á jólanótt?

Re: Gyllti áttavitinn,Terry Pratchett ,Tolkien og rusl

í Bækur fyrir 22 árum
Það verður spennandi að fylgjast með þessu. var einmitt að enda við skuggasjónaukann. varð fannst hún eiginlega síðri en hinar, kannski búin að gera mér of miklar vonir.

Re: The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef enn ekki gerst svo fræg að lesa þessa margumtöluðu bók en núna hreinlega verð ég að lesa hana. Blóðugi mongólíti ? ekki hægt að sjá það fyrir sér lol. Hins vegar er og verður Terry Pratchett minn uppáhaldsrithöfundur! hver veit nema Doglas Adams verði á topp tíu listanum líka :) “blóðugi mongólíti” verð að stela þessari setningu.

Re: Gyllti áttavitinn,Terry Pratchett ,Tolkien og rusl

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Mynd!!!! æðislegt, vantar bara mynd með Artemis fowl og þá er þetta allt að verða komið. í sambandi við Terry Pratchett, þetta endar með því að ég panta mér bækurnar hans á netinu, hefur einhver gert það og hvar er best að panta?

Re: Delphi 7 - snilld?

í Forritun fyrir 22 árum, 2 mánuðum
hef verið að fá dbmemo datafield villur með 7 ef projectið er fært á milli véla er ekkert ánægð

Re: Krakkar ! Hvað er í gangi ?

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
quote:Ef það er einhver með sverð eða byssu á framhlið bókarinnar ekki lesa hana. Ert þú einn/ein af þeim sem lest þér ekki til skemmtunar? Ef bókin hefur skemmtanagildi fyrir einstaklinginn, hvort sem um ræðir bók sem hefur sverð eða byssu á framhliðinni eða Bók sem er viðurkennd af…eh “menntuðum listagagnrýnendum”? er þá ekki tilganginum náð? Nefnilega afþreying!! Það er til fullt af illa skrifuðum sögum. Þær verða sjaldan vinsælar. Svo eru það vel skrifuðu bækurnar, bækur sem hafa hlotið...

Re: ástarsögur?

í Bækur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Heitir þessi bók eitthvað ? Bók eftir einhverja Dart Thornton segir ekki margt nema þetta sé eina bókin sem hún hafi gert…. hmmm Er að leita mér að góðri bók að lesa :) Mér er alveg sama hvort það er ástarsaga spennusaga eða ævintýrabókmenntir svo framalega sem hún er vel skrifuð. kveðja Garuna

Re: Árni Jónsen/hann laug/hann stal

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Árni Jónsen stal. Árni Jónsen laug. Þetta hefur hann sjálfur viðurkennt fyrir okkur íslendingum. Og íslendingar verða að vonum öskureiðir. En í guðs bænum athugið eitt. Með því að hengja Árna Jónsen í fjölmiðlum erum við að hengja fjölskyldu hans. Mikið væri gott að við myndum eyða jafn miklu púðri í að þenja okkur daginn út og daginn inn (ég líka) og mótmæla hlutum eins og - bensínhækkunum - ……..við muldrum aðeins í okkar barm og höldum svo áfram. En um leið og á að ráðast á einn mann þá...

Re: Hvað er merki siðmenningar?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þetta er mikil einföldun á flóknu máli að mínu mati. Það eru þúsund atriði sem hafa ber í huga. Geðveila, Þunglyndi, fátækt, ofsatrúarfólk og svo lengi mætti telja. Allir að berjast við og fyrir eitthvað. Þegar þetta er samankomið í einn pakka verður að reyna finna leið sem hentar fjöldanum. Annars værum við komið út í það að hinir hæfustu lifa af. Þá er okkur ansi mikið farið að fara aftur ekki satt. Margt af þessu sem kemur fram í greininn er mjög gott mottó að fara eftir en við verðum að...

Re: Athyglissýki borgarstjóra okkar.

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Kannski fengirðu meira fram með minni skrúðmælgni. Þegar búið er að sía dónaskapinn og svívirðingarnar frá er efnið lítið. Þú getur ekki í alvöru haldið því fram að þú hafir sett þig inn í hennar líf þegar eina sem þú setur fram eru órökstuddar og dónalegar yfirlýsingar. Ég skal alveg viðurkenna það að oftar en ekki pirrar mig margur stjórnmálamaðurinn. En lítið getur maður sagt án þess að vita hvað um ræðir ekki satt??? Endilega athuga málið betur og rökstyðja og þá færðu fram málefnalega...

Re: Athyglissýki borgarstjóra okkar.

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ekki ætla ég að dæma stafsetningu né mál hjá þér þar sem ég hef svo sannarlega ekki efni á því, hins vegar langar mig stundum að tæta af mér hárið þegar einhver umræða á sér stað og hún fer svo hrikalega út af sporinu að upphaflega málið er orðið að málgalla og dónaskap. Málefnalegir sprettir? hvenær? hvar? Endurtekningar og vanþroski er í fyrirrúmi. Fyrir utan allt þetta var ég ósammála greininni þinni. Bara fyrir það að þetta var ekki málefnaleg skoðun byggð á staðreyndum. Ég þarf ekki að...

Re: Hvað er merki siðmenningar?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Að sjálfsögðu ættum við að vera eins frjáls og hugsanlegt er. Þau börn og unglingar sem eiga góða að geta notið þess að fá upplýsingar um hvað sé óhollt og slæmt og valið að ganga annan veg. En hvað um börnin og unglinga sem eiga ekki eins góða að. Eru með vandamál eða koma frá heimilum með vandamál? Þau vita kannski ekki betur fyrr en of seint. Einhver staðar þarf að hafa mörk. Allt er gott í hófi…..líka frelsi. annars get ég ekki annað en dáðst að þér fyrir þessa svaka grein :)……mílulöng

Re: Eftirlit hins opinbera með sjálfu sér !

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nokkuð góður punktur potent! Gullfiskaminni. Við tökum okkur til og “rasskellum” þingmennina reglulega í fjölmiðlum og svo…..púff …..horfið. Erum við búin að gleyma Jóni Baldvin og búsinu….Sverri…..risnur…það mætti lengi telja. og hvað með framkvæmdir sem fara milljarða fram úr kostnaðaráætlunum. Er þetta ekki að verða komið nóg bráðum. Það sem meira er Árni er ekki að gera neitt sem ekki viðgengst á alþingi er mann farið að gruna. Siðblindir upp til hópa. ach. Garuna

Re: Skemma kvikmyndir bækur?

í Bækur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Svo er annað sem ég hef verið að velta fyrir mér…tökum sem dæmi Mysery…….bókin svakalega góð og myndin líka þótt hún sé töluvert ólík. Ef myndin hefði verið gerð nákvæmilega eftir bókinni þá held ég að sjarminn hefði algjörlega farið af sögunni. Það er bara einfaldlega svo (og endilega mótmælið:)) að þegar maður les bók þá þarf maður að notast við ýktu lýsingarnar í bókinni til að sjá umhverfi og persónur fyrir sér. lýsing á einu herbergi í bók getur verið 1 blaðsíða á meðan þú sérð þetta í...

Re:

í Bækur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
hvað nákvæmilega finnst þér að unglingar eigi að lesa…….?? ————————————————–

Re:

í Bækur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sjálfsagt breytir það ekki nokkru :) En það má alltaf reyna. Ég er búin að vera lesa nokkrar greinar eftir bókmenntafræðingana hér og verð satt að segja að ég er svolítið hissa. Er einhver hérna sem þorir að viðurkenna að hann/hún lesi vinsælar bókmenntir sem ekki eru viðurkenndar af bókmenntafræðingum. Og finnist það bara djöfull skemmtilegt. Ég er að lesa bók eftir John Grisham núna. Hann hefur fengið ruslbókastimpilinn hérna á Hugi. Og ég verð bara að segja það að þessi bók “The runaway...

Re:

í Bækur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
ísfólkið eða rauðu ástarsögurnar veruleikafyrrtar bókmenntir. Er það ekki málið. Ef maður vill raunveruleikann beint í æð þá les maður dv eða morgunblaðið….hell kíktu á textavarpið……en ef þú vilt lesa um eitthvað annað….hvort sem það er væmin ástarvelluheimur eða dularfullur galdraheimur er það þá bara ekki fínt mál. Sjálf hef ég lesið ísfólkið og fannst fyrstu bækurnar bara alveg ágætar. Rauðu ástarsögurnar hafa ekki heillað mig en það er kannski af því ég hef ekki lagt mig í líma við að...

Re: forums og gestabækur?????

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Takk Flasher :) kíkti lauslega á þetta gæti hugsanlega notað þetta
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok