ég skellti mér á frumsýningu þessarar myndar ásamt mörgu af frægari fólki hér á landi… svona til að sýna framá það þá sat ég svona 5 sætum OFAR en dóttir forsetans… og já. Þessi mynd er með þeim betri íslensku myndum sem að ég hef séð, tónlistin er fremur einföld, en passar inní þessa einfalda sveitalíf sem að fólkið þarna lifir. Tómas Lemarquis er snillingur í þessari mynd sem og Þröstur Leó Gunnarsson sem faðir hans. Endirinn á myndinni kemur “out of nowhere” og skilur mikið eftir sig...