Ég get ekki sagt annað en að þesir menn væru bara nokkuð vel búnir. Þeir hefðu allavega getað beðið eftir aðstoð í tvo daga (eftir því sem þú sagðir). Annað sem mig langar að vita, voru þeir allir fastir eða miðaði þeim bara svona hægt,(ótrúlegt hvað hægt er að fara meðan alltaf er hægt að draga hvorn annan úr ógöngum). Ég veit það fyrir víst að á meðan björgunarsveita meðlimir eru að ná í reynslu þarf mjög oft að bjarga eða draga þá og jafnvel endursmíða faratækin sem þeir eru á.