Það var gjörsamlega engin þörf á því að varpa einni sprengju hvað þá tveimur á Japani. Bandaríkin hefðu einfaldlega geta haft samband við Japani og sagt þeim að þeir réðu yfir gífurlegu vopni sem gæti lagt landið þeirra í rúst, fengið Japani til að senda sendinefnd og sýnt þeim þegar þeir sprengdu sprengjuna á mannlausri eyju. En þeim virðist hafa fundist sniðugra að prófa báðar týpurnar af sprengjunum með því að varpa þeim á japanskar borgir.