Ok, ég á það til að ýkja af og til en Ron Howard er nú ekki lélegur hvað varðar leikstjórn. Hann hefur leikstýrt A Beautiful Mind, The Missing (hef reyndar ekki séð hana, hef heyrt góða hluti), How The Grinch Stole Christmas, Ransom, Apollo 13, EdTv (ok, bad example) og The Paper og aðrar minni og lítið þekktari myndir. Af þessu má álykta að hann sé langt frá því að vera ömurlegur leikstjóri en ég skal draga til baka fullyrðingu mína um að hann sé hreinn og beinn snillingur.