Nei, ég vil ekki afnema lögreglu. Það sem ég vil ekki er að ríkið reki löggæslustofnanir. Lang flestum finnst löggæsla æskileg og því myndi fólk, í anarkískum heimi, bindast samtökum um að stofna löggæslu. Löggæsla væri því sjálfsprottin og stafaði frá fólkinu en ekki frá einhverju ríkisvaldi. Fabilius, ég var bara að benda á ónákvæmni í orðavali hjá þér. Þú sagðir meðal annars: ,,…það er stór munur á anarkisma og frjálshyggju.“ og ,,Anarkisminn viðurkennir ekki eignarrétt…” Það sem ég vildi...