Í svörtum fötum er ein af fáum hljómsveitum þar sem enginn einasti meðlimur hefur verið með frá upphafi. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur verið skipt einu sinni um söngvara, gítar-, bassa- og hljómborðsleikara og tvisvar um nafn, tónlistarstefnu og trommuleikara ! Vorið 1998 var planið að búa til órafmagnaða hljómsveit og var þá mikið spekúlerað í artistum eins og Sade, Toto, Anne Lennox o.fl.. Brátt fóru núverandi meðlimir að týnast inn, fyrstur kom Áki, síðan Einar...