Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: FFX-Progress

í Final Fantasy fyrir 20 árum, 1 mánuði
Sko, það eru bara 3 árásir hjá Penance sem gera yfir 10k skaða: Obliteration Immolation Judgment Day Judgement Day gerir 99.999 í skaða þannig að Break HP Limit gerir ekkert fyrir þig þar. Fyrir utan það geturu séð þessa árás fyrir og blokkað með aeon. Immolation er bara á einn þannig að Auto-Phoenix sér um það. Obliteration geturu lækkað fyrir neðan 9999 með abilities, t.d. Cheer, Focus, Shell, eða Sentinel. Gæta skal þess að Mega Graviton gerir 75% af max hp. Ef þú ert með 40k+ hp, þá er...

Re: FFX-Progress

í Final Fantasy fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þótt break hp limit sé jú flott þá er alveg ótrúlega margt sem mælir gegn því, en þó ekkert sterkara en að það tekur frá eitt slot á armori sem þú gætir notað í eitthvað mun betra. Í mínu áliti þá er öflugasta armorið með eftirfarandi ability Auto-Haste Auto-Phoenix Auto-Protect Ribbon Hin aðalrökin gegn þessu eru eftirfarandi: Allar þær árásir sem gætu gert 10k+ í skaða er hægt að sjá fyrir. Þannig getur þú undirbúið þig og þar með annað hvort minnkað skaðann niður fyrir 9999 með einhverjum...

Re: Help please.....

í Rómantík fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hvað er málið með að vera hræddur við að vera augljós? Ég bara skil það engan veginn… Ef það er eitthvað sem allar stelpur virða (þótt þær viðurkenni það ekki allar) þá er það sjálfstraust (án egóisma). Hringdu í hana. Ekki spurning. Og það strax. Ef þú meikar það ekki, þá bara tala við hana í skólanum. Og þú þarft ekki einu sinni að pukrast eitthvað, “hei komdu aðeins og talaðu við mig hérna langt út í horni þar sem enginn heyrir”. Bjóddu henni bara út sama hverjir aðrir heyra. Eins og...

Re: Líf á öðrum hnöttum?

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Til þess að líf geti þróast og þrifist þarf að mynda svokallaða kolefnis-keðju. Og til að mynda slíka keðju þarf vatn í vökvaformi. Punktur. Það er ekki til líf án kolefniskeðjunnar. Það eina sem kemst nálægt því er að mynda keðju með silikón, en það frumefni er í sama dálki í lotukerfinu og hefur því svipaða eiginleika og kolefni. En það hefur sýnt sig að silkón keðja hefur ekki nægan stöðuleika til að skapa líf. Kolefniskeðjan er eina náttúrulega lífs-byggingar-eind sem fyrirfinnst. Og þar...

Re: tvöfalt vandamál - engin lausn?

í Rómantík fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það eru flestir hérna uppteknir við að taka ákvörðun fyrir þína hönd. Það teljast nú varla ráð. Þetta svarast með nokkrum einföldum spurningum. Hverja hugsarðu fyrst um þegar þú vaknar á morgnana? Þegar þú sérð eitthvað fyndið eða fallegt, hverja viltu segja frá því? Hverja dreymir þig? Að öllu jöfnuðu þá er snýst þetta um þig og það sem þú vilt. Ekki láta einhverja órökkstudda ábyrgðartilfinningu í garð kærustunnar stjórna því hvernig þú hegðar þér. Ef þú að lokum kýst að halda þessari...

Re: Heimurinn og forritið

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
midgardur: Ég er nú hræddur um að þú sért að misskilja. Sko, í fyrsta lagi þá er ég doktors tölvunarfræðinemi. Í öðru lagi þá er það bara ein tölva sem sér um að ‘skrifa’ út þessa síðu. Það er bara ein tölva sem sér um að keyra ‘server-side’ skriptur. Það er bara ein tölva sem höndlar þessa síðu (Get verið margar en þá er vitað nákvæmlega á hvaða tölvu hver hluti síðunnar er vistaður og hvaða tölva höndlar hvaða boð). Hins vegar er það rétt hjá þér að upplýsingarnar sem er sendar til þín og...

Re: Heimurinn og forritið

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
midgardur: Ok, í fyrsta lagi, ekki móðgast við mín viðbrögð, en… Nei, nei, nei. Það er mjög auðvelt að svara því hvaða vélbúnaður liggur á bakvið þessa síðu. Það er ekki alrangt að segja að það sé vefþjónninn sem síðan er vistuð á. Það er akkurat rétt. Það geta verið linkar á auglýsingar og aðra vefhluti sem eru vistaðir á aðrar tölvur, en málið er að til þess að internetið virki þá þurfa allir hlutir að vera með FASTA staðsetningu. Þ.a.l. er hægt að leiða út nákvæmlega hvaða vélbúnaður...

Re: Heimurinn og forritið

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“Það má líka fullyrða að ef þessi kenning er að einhverju marki rétt þá eru fyrirbæri eins og tími og rúm engin fyrirstaða í ferðum okkar um alheiminn. Við ættum að geta ferðast til hvaða staðar sem er í tímarúminu með því að láta vitund okkar líkamnast hvar sem í tímarúminu” Ef þetta væri nú eins og forrit þá þarf samt að taka til greina þann tíma sem tekur að sækja og senda upplýsingar. Í raunverulegum forritum er hraði þeirra og virkni takmarkaður af vélbúnaðinum sem liggur undir. Þannig...

Re: Lifum við í forriti?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Cid: Það veit enginn af hverju aðdráttarafl virkar. Sumar kenningar segja að aðdráttarafl sé bara beygjur og bugður í ‘space-time- þannig að það sem er í bugðunni leitast sjálfkrafa við að vera sem neðst í bugðunni. En þetta vekur spurninguna, af hverju leitast það við að vera neðst? Sumar kenningar segja að það sé önnur vídd sem liggur einungis hársbreidd frá okkar og í henni er líka efni, og að efnið hafi áhrif á okkar vídd í gegnum þetta hárþunna bil og þannig verði til aðdráttarafl, og...

Re: Lifum við í forriti?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Linkurinn klikkaði http://www.factmonster.com/ce6/sci/A0817026.h tml

Re: Lifum við í forriti?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Dealer: “Ein rökin sem þau komu fram með var að allt er byggt á þrem grunnþáttum. Sem eru: Öreind, Nifteind og Rafeind.” Humm, ég veit nú ekki hversu réttmæt þessi grein hefur verið. Nifteindir eru ekki smæstu eindir. Þær eru báður búnar til úr mismunandi gerðir kvarka. Öreind er einungis orð notað yfir allar þær eindir sem hafa verið uppgötvaðar, muon, gluon, boson, og svo framvegis. Það er heldur ekki hægt að segja að allt sé bygtt á kvörkum því það er heldur ekki rétt. Það eru til eindir...

Re: Lifum við í forriti?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
digga: “AF HVERJU ER HÆGT AÐ REIKNA ÚT ÖLL NÁTTURUFYRIRBRIGÐI(EÐLISFRÆÐI) MEÐ FREMUR EINFÖLDUM STÆRÐFRÆÐIFORMÚLUM” Einfalt, það er ekki hægt. Eðlisfræðingar eru enn að reyna að skilja hvað er að gerast á smæstu stærðum. Í raun hafa þeir ekki hugmynd um hvað er að gerast. Þeir eru að leita að því sem þeir kalla ‘The Theory of Everything’. Þeir eru með nokkrar kenningar, þ.a.m. Newton, Einstein og String Theory, sem þeir þurfa að sameina og geta það ekki. Að auki við það má nefna að fræðingar...

Re: Lifum við í forriti?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
VeryMuch: Það sem skiptir mestu máli varðandi tæknina sem við höfum nú í dag eru smárarnir(e.transistors). Þeir eru byggðir á raffræði og virka í grundvallaratriðum á þann hátt að það er straumur á þeim sem er á milli 0 og 5V. Ef straumurinn er yfir eitthvað mark, nálægt 5V þá telst smárinn hafa gildið 1, ef straumurinn er innan marks nálægt 0 þá telst straumurinn vera 0. Þótt það væri fræðilega hægt að hafa mörg önnur gildi þar á milli, þá er þetta eina praktíska leiðin, og þar af leiðandi...

Re: Gagnagrindur - söfn!

í Forritun fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“Gaman að benda líka á eitt að 95% af öllum listum í forritum er farið sequencial í gegn. Bestu listarnir fyrir þannig vinnslu eru linkaðir listar.” Þetta á einungis við ef forritari þarf að geta bætt við eða eytt úr miðju listans. Ef listinn er að mestu leyti statískur þá er mun betra að vera með Array (hverskonar) þar sem hlutirnir eru geymdir sequential í minni. Þýðandinn er mun fljótari að hreyfa sig upp að næsta samliggjandi minnissvæði en að nota bendi til að stökkva að næstu nóðu í...

Re: Lifum við í forriti?

í Heimspeki fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þessi hugsun svipar líka til myndarinnar The Thirteenth Floor. En allar staðhæfingar um gerfigreind sem hafa komið fram hérna eru ekki á neinum rökum reistar. Ég stunda nám í USA í gerfigreind og ég get sagt ykkur það að það er engann veginn hægt að sjá fyrir um hvert gerfigreindarrannsókn mun fara á næstkomandi áratugum. 1956 spáði maður að tölva myndi verða skákmeistari eftir 10 ár, það gerðist ekki fyrr en eftir rúm 40 ár. Hann spáði einnig að eftir 10 ár myndi tölva getað sannað...

Re: Pælingar í góðu tómi

í Heimspeki fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Af hverju þarf lífið að vera tilgangslaust ef allt er ákveðið fyrirfram? Skáldsögur eru skrifaðar fyrirfram, er það tilgangslaust að lesa þær? Hundruð milljónir manna um heim allan lesa skáldsögur til að fylgjast með lífi annara persóna. Af hverju ekki ímynda sér að lífið sé risastór skáldsaga, og bara hlakka til næstu upplifunar? Það er allavega eitt bókað, þótt næsta upplifun sé ákveðin fyrirfram, þá hefur þú ekki upplifað hana enn, og þar af leiðandi ætti það að vera glænýtt og spennandi.

Re: Kvart og kvein vegna kvart vegna femínista...

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ok, þið konurnar þurfið aðeins að slaka á. Í hvert skipti sem einhver karlmaður reynir að ræða þessi mál af einhverri alvöru þá fáum við bara skítkast á móti. ‘Við erum kvenhatarar, við áttum erfiða æsku og eigum erfitt með að eiga samskipti við kvenmenn, við erum karlrembur.’ Staðreyndin í málinu er að það er ekki fullkomið jafnrétti til staðar. Hins vegar, það sem vill gleymast er að það sem vantar uppá í jafnréttið vegur ekki bara í átt að konum heldur líka körlum. Sem dæmi má nefna...

Re: Ég missti hann....

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þetta er mjög einfalt gott fólk. Ef manneskja er ástfangin af þér, þá getur sú manneskja ekki bara alltí einu slökkt á tilfinningum sínum. Ef einhver hættir með þér ‘út í bláinn’ þá er tvennt um að ræða: 1. Manneskjan hefur aldrei verið ástfangin af þér. 2. Manneskjan hefur smátt og smátt hætt að vera ástfangin af þér. Tökum fyrsta dæmið fyrir. Þarna erum við að ræða um mjög óvissa manneskju, líklegast með lágt sjálfsálit. Hana vantar kærustu/a út af einhverri sérstakri ástæðu, t.d. langar...

Re: Angel 5.season (spoiler)

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er búið að staðfesta að Spike verður aðalkarakter í seríu 5. Einnig að Cordelia fer frá, en verður recurring character. Þeir segja líka að Connor muni koma aftur ‘einhverntímann’

Re: Erfitt... alveg hrikalega erfitt...

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þetta er ekki svona einfalt gott fólk. Það tala allir hérna eins og það sé bara annað hvort að vera 100% hreinskilinn, eða þá að þú sért sori sem á ekki skilið að vera í sambandi. 100% í sambandi er það versta sem til er. Maður segir aldrei frá öllu sem maður hugsar, sama hversu samrýmd parið er. Klassíska dæmið eru spurningarnar: ‘Er ég feit?’ og ‘skiptir stærð máli?’ Þetta er allt spurning um að særa ekki hinn aðilann vegna þess að maður þykir vænt um hann. Þú kysstir aðra stelpu. Allt í...

Re: Einsemd

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Því miður þá er ég ekki sammála þér og held því fram að þú hafir rangt fyrir þér í rökfræðinni. En þar sem þetta virðist ætla að snúast út í svona óendanlegar umræður, þá dreg ég mig í hlé. Að mínu mati finnst mér ég hafa lagt fram nógu mikið af rökum og rökstudd það nógu vel til þess að skýra mál mitt. Frekari málalengingar myndu bara flækja málið og skapa leiðindi. (þar að auki er ég að fara í frí.)

Re: Einsemd

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég er ósammála þér, mér þykir ég hafa varið mín rök ágætlega, akkurat með því að reyna að útskýra hvað ég á við. 'Í fyrsta lagi verð ég að benda á að köttur er áþreifanlegt fyrirbæri en vitund manns um sjálfan sig er það ekki' Þetta er einmitt óviðkomandi minni röksemdarfærslu. Það sem ég er að reyna að koma á framfæri er að það skiptir ekki máli um hvað er verið að ræða, ég vil meina að það sé ekki hægt að skynja NEITT með óyggjandi hætti í gegnum skynfærin okkar 5. Efnagerð hlutarins kemur...

Re: Einsemd

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
n.b. fyrsta málsgreinin í síðasta svari mínu er tilvitnun frá gthth, vantar tilvitnana merki.

Re: Einsemd

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
gthth: Já ég var kannski fullfljótfær að taka þessu sem skoti og ég Grunt því afsökunar Útgangspunktur þinn er brigðuleiki skynfæranna. Kjarninn í því sem Grunt vitnar í hjá Descartes er sá að skynfærin komi málinu ekki við. Og nú er þá aftur komið að þér að færa rök fyrir þeirri forsendu þinni að “…eina leiðin til þess að þú getir verið viss um þína eigin vitund er ef þú getur skynjað hana með öðrum hætti en í gegnum þín 5 skynfæri”. Í þessu erum við Descartes sammála. Ég segi að skynfæri...

Re: Einsemd

í Heimspeki fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Grunt: Ertu að segja mér að bara því að Descartes sagði það þá er það satt? Ég samþykki það ekki. Mín frumforsenda er sú að við skynjum umheiminn, og þar á meðal sjálfa okkur í gegnum okkar 5 skilningarvit. Þaðan dreg ég allt sem ég hef rætt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok