Hinn nýji siður. Það er ekki allt með felldu í menningarlífinu í dag. Menning er orðin að þjóni verslunarmanna og stjórnmálamanna. Þannig er hún gerð að neysluvöru sem hefur fyrst og fremst þann tilgang að skila hagnaði. Sérfræðingar eru ráðnir til þess að beita sköpunargáfunni og gera list að neysluvöru. Ég held það megi segja að þessi tjáningarform auðvaldsins sé löngu búin að taka yfir menningarlífið. Hér er sérstaklega átt við kvikmyndaiðnaðinn og dægurlagaútvarp. Fullorðið, þroskað fólk...