Leitin að fullnægjandi kenningu sem gerir grein fyrir geðshræringum á sér lengri sögu en nútíma sálfræði. Spurningar eins og hvað þær séu og hvaða hlutverki þær gegni hafa verið í hugum manna allt frá fornöld. Höfundar ,,Cognition and Emotion” hafa tekið saman helstu spurningar sem menn leita svörum við í kenningum um geðshræringar og rakið sögu þeirra kenninga sem varpa ljósi á þessar spurningar. Áður en fjallað verður um hugrænu kenningar nútímasálfræði verður litið á upphaf og þróun...