Þar sem Liberator skrifaði góða grein um DC-3 er ráð að halda áfram og skrifa um aðra vél sem Loftleiðir ráku í um fimm ár og til eru margar sögur um en það er Canadair CL-44, kallaðar Rolls Royce JetProp 400, eða monsar flugmanna á milli. Til þess að fá að selja lægri fargjöld heldur en önnur félög yfir Atlantshafið þurftu Loftleiðir að vera með “lakari” þ.e. hægfleygari vélar en keppinautarnir, sem voru að taka upp þotur, og var það helsta ástæðan fyrir kaupunum. Aðeins 39 slíkar vélar...