Vegna aukins áhuga á allskonar sambræðslum á indie og raftónlist á síðustu árum(Datarock, Soulwax, Metronomy, Hot Chip o.s.frv) ákvað ég að klambra saman smá grein um þá hljómsveit sem að mínu mati átti stóran þátt í að skilgreina þetta sánd fyrir hartnær þrjátíu árum, bandarísku hljómsveitina Devo. Devo var stofnuð í Akron, Ohio árið 1973 af Gerald Casales, Bob Lewis, og Mark Mothersbaugh, en hugtakið Devo átti sér þó þónokkra forsögu. Casales og Lewis voru nemendur við Kent State...