Menn mega glíma í galla eða stuttbuxum og bol, allt eftir smekk, það má ekki læsa fingrum og úlnliðum, en hné, ökklar, olnbogar, axlir og náttúrulega hengingartök eru lögleg. Reyndar eru nokkrir lásar sem við mælum með að byrjendur láti vera, þar á meðal heel-hook, toe hold og allir hálslásar sem eru ekki hengingar. Heel-hook og toe hold eru þeim leiðinlega eiginleika búin að það er ekkert rosalega sárt að vera í þeim fyrr en krossböndin slitna. Þessvegna tappa byrjendur oft ekki fyrr en það...