Sá Bloodsport þegar ég var unglingur. Þegar ég frétti af rælni að það ætti að sýna “svona keppni eins og bloodsport, bara alvöru” á breiðtjaldi á Hlöðufellinu sáluga á Húsavík árið 1997, þá vissi ég að ég yrði að tékka á þessu. Vissi ekki að ég væri að fara að sjá UFC 2, og þar af leiðandi Royce Gracie vinna 4 bardaga á einu kvöldi með aðferðum sem ég hreinlega skildi ekki á þeim tíma. Var allt öðruvísi upplifun en ég gerði ráð fyrir, en ég gat ekki annað en dáðst að litla nagginum. Nokkrum...