Nýja platan hennar Ragnheiðar Gröndal, Vetrarljóð, er hreint út sagt æðisleg. Ég fékk hana í jólagjöf og er búin að hlusta á hana oft á dag síðan og mér fannst ég bara þurfa að segja mína skoðun á henni. Tónlistin á þessari plötu er mjög hljómfögur og þægileg að hlusta á, lögin eru vel samin og textarnir eru margir undurfallegir. Þarna eru notuð ljóð kunnugra skálda, þ.á m. ljóð Jóhannesar úr Kötlum og Hallgríms Helgasonar. Af þeim þrettán lögum sem eru á plötunni eru fjögur jólalög. Einnig...