Þessi bið virðist ekki Ætla að enda, Frá mér nú ástinni Vil ég henda. Ég legg ekki í Að bíða og vona, Af hverju þarf þetta Að vera svona? Með tárvotum augum Leggst ég á bæn, Ég bið mína Sól Að vera mér væn. Lát okkar varir Mætast í nótt, Svo hjarta mitt hvílist, Svo sofi ég rótt. - - - - Gyðjan frelsar hjarta mitt, Hún gefur mér þá trú, Að andar okkar beggja Myndi sterka brú; Brú á milli mín og þín, Brú með stoðum veggja, Brú sem tengir hjörtu tvö Og heimili sálna tveggja. - - - - Myrkrið...