Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Byrja aftur eða ekki? (31 álit)

í Hokkí fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já þannig liggja málin að einu sinni æfði ég íshokkí og það var bara drulluskemmtilegt og allt gekk mjög vel. Æfði í nokkur á og svo hætti ég…:( (djöfull).. Og núna langar mig svolítið til að byrja aftur..ég er að verða 16 ára núna og er að spá í hvort það sé kannski svolítið of seint..? Ég veit hvernig er að fá einhverja nýja gaura inn í flokkinn sem hafa aldrei spilað áður (æfi fóbó) en ég hef alveg stundað þetta áður og hef litlu gleymt ;).. En pælingin er sú hvort maður ætti að leggja í...

Hitt og þetta bara.... (11 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Greetings! Jaa ég ætlaði bara að tala um hitt og þetta sem er að gerast í fjallinu þessa daga…T.d rútuferðir og annað. Ég er alveg sammála gvend sem var að tala um hvað er dýrt í fjöllin nú til dags, ég held að það sé bara útaf því að fjöllin hafa ekkert mikið verið opin síðust 2 ár eða svo. Þá hafa ÍTR (sem reka skíðasvæðin) verið í miklu tapi og mörg síðastliðin ár hafa skíðasvæðin verið rekin með tapi. Svo núna þetta árið er verið að bæta við mjöög góðum lyftum í bláfjöll, þar á meðal...

Að viðhalda pöllum. (6 álit)

í Bretti fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Öll min 4 ár sem ég hef verið á bretti hefur aldrei verið nógu góð viðhöldun á pöllunum sem eru byggðir þarna í bláfjöllum! Pallurinn sem hefur verið í suðurgili síðustu 2-3 daga hefur verið fínn honum hefur EKKI verið viðhaldið nógu mikið,,síðust tímana í dag (sunnudag 1.feb) var pallurinn kominn með frekar mjög djúp för í hann. Og flestir fara mjög hratt á hann til að reyna að ná lendingunni og fara ágætlega hátt, og þegar þessi för voru byrjuð að láta vita af sér gátu bailin hjá mörgum...

Bláfjöll skitu á sig! (30 álit)

í Bretti fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég vildi bara skrifa þessa grein til að tjá pirring minn á Bláfjöllum í dag. Ég hafði hugsað mér að fara í bláfjöll í dag (mánudag) og hringdi kl 12:00 allt í góðu 5-8 m á sek. Ég var búinn að fá einhverja félaga með mér og áætluðum að fara kl 4:00. Kl 3 hringdi ég aftur í skíðasímann og þá var skíðafæri mjög gott en stólnum í kóngsgili hafði verið lokað, en alltílagi með það, bara smá vindur. Svo kl 4 þegar við vorum á leiðinni hringdi ég aftur og chekkaði á aðstæðum. Það hljómaði...

Bs 360° (29 álit)

í Bretti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hér koma nokkur ráð fyrir þá sem eru að gera 360°. Þegar þú ert að byrja að æfa þig að gera 360 gæti það tekið langan tíma og sársaukinn mun finnast. Þegar þú ætlar að byrja að taka þitt fyrsta 360 og ert ekki orðinn vanur því er best að finna pall sem er c.a 2 fet á hæð eða c.a 60 cm og að fara á það góðan hraða að ´þú munt fara c.a 1 meter uppí loftið. Best er að reyna að reikna út hraðann og fara það hátt uppí brekkuna þannig að þú þurfir ekki að speed chekka, því þá nærðu aldrei alveg...

Big Jump mótið. (13 álit)

í Bretti fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég ætlaði aðeins að skrifa um big jump mótið sem var á laugardaginn í síðustu viku. Gefin voru stig fyrir stíl, erfiðleika, hæð, lengd og lendingu stökks. Satt að segja er ég frekar ósáttur við dómgæsluna.,.,(ekki taka þetta sem einhverja afsökun samt) En trikkin sem ég gerði á þessu móti var 180°backside method, einu sinni á minni pallinum og einu sinni á hinum sem var stærri. Svo í seinasta stökkinu tók ég 360° en það heppnaðist samt ekki alveg 100%. En stigin sem ég fékk voru aðeins 190...

Snjóbrettamót ÍTR, Mars 2003. (23 álit)

í Bretti fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta er tekið af rónabær.is Snjóbrettamót ÍTR sem er hluti af dagskrá Samfés, verður haldið laugardaginn þann 29. mars í Suðurgili, Bláfjöllunum. Mótið byrjar kl. 14:00 en skráning hefst 12:30 við veitingasöluna. Þátttökugjald verður 500 kr. Haldið verður Big jump (stökkmót). Keppt verður í 2 aldurshópum, 12 ára og yngri og svo 13 – 16 ára. Keppt verður í karla og kvennaflokki. Farin verða 3 stökk og 2 stökk gilda. Mun 3 manna dómnefnd skera úr um hverjir stóðu sig best. Verðlaun...

Bláfjöll (13 álit)

í Bretti fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ef þið farið inná www.esso.is og svo “skíðasvæði” og kíkið á vefmyndavélarnar í Bláfjöllum þá sjáið þið að það er nánast ekki neitt þarna, allavega ekki það mikið að það sé hægt að fara að opna..en þeir stefna á að opna næstu helgi!, eða það stóð í mogganum. En þ.e.a.s ef það snjóar eitthvað þarna á þessum 2-3 dögum..sem mér finnst ótrúlegt miðað við það sem er búið að gerast þennan vetur. En ég vona samt að það snjói þarna..og veðurspáin gangi eftir..:)
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok