Í gær var strákurinn minn að horfa á Emil í Kattholti og er það svo sem ekkert einsdæmi. En þrátt fyrir að hafa oft áður horft á með honum og lesið bækurnar var fyrst að renna upp fyrir mér núna að aðgerðir foreldra Emils gangvart svokölluðum prakkarastrikum hans voru kannski ekki síður hneykslanlegar en sjálf prakkarastrikin. Bara það að loka guttann inní skemmu er eitthvað sem barnaverndarnefnd mundi ekki alveg samþykkja. Ekki síður vegna þess að oftar en einu sinni gleymdist hann þarna...