Þannig er mál með vexti að ég ákvað fyrir 3 mánuðum að kaupa mér nýja tölvu sem ég gerði. Ég ákvað að kaupa íhlutina og púsla henni saman sjálfur (endaði reyndar með að kaupa allt nema skjákortið og skrifarann í tölvuvirkni). Nema hvað að 2 vikum eftir að ég keypti hana þá var ég að vinna í henni þegar allt í einu kemur smellur frá tölvunni og allt frýs. Það var enginn fyrirvari, þ.e. tölvan hægði ekkert á sér, það var engin villumelding frá windowsinu, ekki neitt, bara allt stop. Nú ég...