Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Nauðgun?!

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Allt sem þú segir gefur það í skyn. En djöfull eru konurnar sem eru þér nánar heppnar að hafa þig til taks til að segja þeim hvort þær hafi verið fyrir "alvöru" nauðgun eða ekki. Þú ert fífl

Re: Nauðgun?!

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Áhersla eða ekki, þér finnst ekki fallega gert af gellu að sofa ekki hjá þér en þú máttir snerta hana....verður hundfúll, afhverju ertu hundfúll? Á hún að sofa hjá þér afþví að hún fór úr fötunum? AFþví að þú máttir snerta hana? Má þá nauðga strippurum vegna þess að þær eru að glenna sig fyrir framan karla? Og eins og immurz segir hérna fyrir neðan að þá frjósa fórnarlömbin oft og berjast þess vegna ekki á móti gerandanum. Þú ert í rauninni bara að gera þitt besta til þess eins að réttlæta nauðganir.

Re: Nauðgun?!

í Tilveran fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Afhverju er það til skammar að hún hafi sett þessa grein inn? Finnst ógeðslega sorglegt að sjá hversu algengt það er að fólk skellir skuldinni á þolandann. Hvað með mál þar sem barn verður fyrir kynferðisofbeldi? Var barnið að daðra af því það var bara á bleyjunni, kyssandi og knúsandi aðilann sem svo braut gegn því. Og að segja að það eigi að vera lögbrot að stelpa geti snúist hugur í sambandi við kynlíf sýnir hversu vitlaus þú ert. Konur eiga semsagt bara að stunda kynlíf þó þær vilji það...

Re: Nýjasta :)

í Húðflúr og götun fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Flott, þekki eina sem er með nákvæmlega það sama hehe :)

Re: Begga vs. Sessa?

í Húðflúr og götun fyrir 13 árum, 12 mánuðum
Til að fá álit, ekkert sem segir að ég þurfi að gera það sem fólk bendir mér á að gera. Ég skoðaði myndir frá þeim báðum og ákvað svo að fara bara aftur til Sessu :)

Re: Begga vs. Sessa?

í Húðflúr og götun fyrir 13 árum, 12 mánuðum
Jæja ég skellti mér í tragus og ákvað að fara til Sessu :) og hún var svo mega næs að þessi litli stresshnútur sem var í maganum hvarf um leið og ég er ótrúlega ánægð bara hehe Takk fyrir svörin!

Re: Begga vs. Sessa?

í Húðflúr og götun fyrir 13 árum, 12 mánuðum
Nú ok það er snilld :P kanski að ég prófi að fara til Beggu

Re: Tattú yfir slit

í Húðflúr og götun fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Slitin eru rauð og djúp fyrst en svo verða þau húðlituð :P

Re: Húðflúrin ykkar

í Húðflúr og götun fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Jább vissiru það ekki? ;)

Re: Húðflúrin ykkar

í Húðflúr og götun fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Ég er “bara” með þrjú (ennþá allavega ;) ) og þau hafa öll merkingu fyrir mig. 1 er stjörnumerkið mitt, hitt er Betty Boop sem ég dýýýýrka og svo er hitt gleym mér ei'ar og nafnið á dóttur minni :)

Re: tattú 13 ára,, þín skoðun ?

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum
Mér finnst það alltof ungt til að fá sér tattoo, þrátt fyrir að þetta sé eitthvað sem þig hefur alltaf langað í. Ég veit allavega að ég leyfi ekki mínum börnum að fá sér flúr fyrr en þau verða 18 ára.

Re: Hvar

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ég mæli með Reykjavík Ink, hef samt bara reynslu af Mason Coriell þar…

Re: aldur og börn?

í Börnin okkar fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Neibb er ekki of ung

Re: feimnismál

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Auðvitað er í lagi að spyrja en það er ekki þar með sagt að ég svari því :) Fólk verður bara að fara og tékka á því sjálft hehe

Re: feimnismál

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Akkúrat, finnst fólk ekkert þurfa að vita hvað maður er að eyða miklum peningum í hluti…

Re: Mörg göt?

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Vá ég er bara með mega lítið miðað við ykkur hin hehe:P Ég var með mest 10 í eyrunum en er með Industrial, helix og í báðum sneplunum…..Mig langar allavega í tragus og sitthvort í sneplana í viðbót…svo kanskið meira…

Re: Industrial

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Þegar ég fékk mér það fyrir ca 2 árum að þá var það 5 þús kr minnir mig….

Re: feimnismál

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Nei ég er nú vanalega mjög kurteis og orða það öðruvísi :) eða bara eyði talinu :)

Re: tattoo

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ég mæli eindregið með Reykjavík Ink og Mason Coriell sem er þar :) Ég hef farið til Svans á Tattoo og skart og er ekki nógu sátt með tattooin eftir hann….

Re: feimnismál

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Mér finnst það persónulega bara ekki koma neinum við hvað mín flúr kosta…og í rauninni ekki hvað neitt annað sem ég kaupi mér kostar hehe

Re: Hvað ertu með mörg húðflúr?

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Er með þrjú Betty Boop á herðablaðinu, stjörnumerkið mitt á púlsinum og svo gleym-mér-ei-ar og nafnið á dóttur minni á ristinni (og meira skrauterí) Gaurinn á tattoo og skart (eigandinn) gerði Betty og stjörnumerkið og Mason Coriell gerði hitt og það er meeeega flott! ;)

Re: anti-eyebrow

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Þetta er geðveikt :) Fer þér rosalega vel!

Re: Tattoo yngri en 18 ára?

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ó ok ég hélt það væru fleiri stofur… haha já ég er ansi hrædd um að hún eigi eftir að sjá eftir þessu seinna meir…..

Re: Úlpa

í Tíska & útlit fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég keypti mér rosa flott í retro, svört með loðkraga:)

Re: ömmm , hjálp í sims 3 ???

í The Sims fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Það er reyndar hægt að vera með fleiri en eina fjölskyldu en þegar einhver fytur úr húsinu þínu að þá verðuru að velja hvort þú viljir leika þá fjölskyldu eða þessa sem verður eftir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok