Ég hef átt mörg dýr yfir ævina, hesta, kindur, kettir og hunda en engin þeirra jafnaðist á við þennan litla hvolp sem ég ætla hér að segja frá. Ég frétti það árið 2002 að við værum að fá okkur hvolp, ég hafði ekki mátt eiga dýr lengi þó ég hafi fengið smá leyfi fyrir hamstri ef hann yrði ekki fyrir pabba mínum. En allavega við fórum ein daginn upp í sveit og litli bróðir minn átti að fá að velja hund og nafn, við komum inn og sáum þar nokkra hvolpa labbandi um allt, þetta voru al íslenskir...