Það hefur verið vægast sagt athyglisvert að fylgjast með því sem hefur verið að gerast í heimsmálunum síðan 11. september 2001. Eftir þann dag virðast Bandaríkjamenn telja að þeir geti með réttu farið í stríð gegn hverjum sem þeim dettur í hug, undir yfirskyni baráttu gegn hryðjuverkum, án samþykkis bandamanna þeirra eða öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Þetta er stórhættuleg þróun, ekki aðeins fyrir Íraka og Norður-Kóreu, heldur heimsbyggðina alla. Ef kommúnisminn var eitt sinn ógn, þá er...