Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lið keppninnar!!

í Stórmót fyrir 22 árum, 5 mánuðum
hmmmm… lið keppninnar, ætli þetta sé ekki mín niðurstaða: Markmaður: Oliver Kahn - Þýskaland Varnarmenn: Rio Ferdinand - England Thomas Linke - Þýskaland Roberto Carlos - Brasilía Sol Campbell - England Miðjumenn: David Beckham - England Michael Ballack - Þýskaland Kleberson - Brasilía Yung Hwan Ahn - S-Kórea Sóknarmenn: Hasan Sas - Tyrkland Miroslav Klose - Þýskaland Besti markvörður: Oliver Kahn Besti varnarmaður: Rio Ferdinand Besti miðjumaður: Michael Ballack Besti sóknarmaður: Hasan Sas...

Re: Jón eða séra Jón...

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þeir sem mér finnst best fallnir til að stjórna hérna eru eggertsae og deTrix25, einfaldlega vegna þess að þeir hafa verið hlutlausir og málefnalegir í sínum skrifum, sem hlýtur að skipta miklu máli fyrir stjórnendur á svona vefsvæði

Re: Jón eða séra Jón...

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Að mínu mati er Grizzly vanhæfur til að stjórna hér þar sem hann er starfsmaður Flugskóla Íslands (kom fram í skrifum hans). Það hefur oft komið fram að hann tekur upp hanskann fyrir FÍ hérna og er síðan fyrstur til að kasta skít í samkeppnisaðilana. Þar sem maður myndi ætla að stjórnendur á svona síðu þyrftu að vera hlutlausir og ekki beita ritskoðun gagnvart greinum sem eru neikvæðar þeirra fyrirtæki, en láta svo vera óhreyfðar niðrandi greinar um samkeppnisaðilana. Svona nokkuð getur ekki...

Re: Spenna!!!!

í Stórmót fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Butt er viðrini sem spilar leiðinlegan bolta með leiðinlega. Hann er ófríður og mikil sjónmengun og því væri prýðilegt að fá Hargreaves inn í staðinn fyrir hann

Re: Bandits (2001)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég er nokkuð sammála þessu. Sjálfum fannst mér Bandits vera alveg afspyrnuleiðinleg mynd þegar ég fór á hana í bíó. Í sjálfu sér var leikurinn mjög fínn, enda einn allra besti leikari samtímans, Billy Bob Thornton, í henni. En handritið var þunnt og atburðarásin fyrirsjáanleg og leiðinleg. Svo slæmt að ekki einu sinni B.B.T. náði að hífa hana upp, mesta lagi ein stjarna á þessa. Fodgett

Re: Hvað skeði í USA

í Flug fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Á airdisaster.com er aðeins fjallað um þetta slys. Þar er haft eftir eiganda vélarinnar að vélin hafi verið í stórri viðgerð fyrir þremur árum vegna sprungna í vængjum. Hvort það sé ástæðan fyrir þessu hörmulega slysi er ómögulegt að segja. Það gæti þó verið líkleg skýring. Fodgett
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok