Ég hef haft gaman af þessari umræðu. Það sem mér finnst athugavert við upplegg greinarhöfundar, er undirtónn trúarkenninga, það er erfitt að rökræða hluti þegar trú (hver sem hún er) lita umræðuna. Ég hef ekkert á móti trúuðu fólki með skoðanir, en ef það á að rökræða hluti sem fjalla um rannsóknir vísindamanna þá verður það erfitt ef trúarbragðakenningar fá sama vægi og vísindavinna.