Jónas vinur okkar, væskillinn sem hann er, ákvað að reyna að finna sér starf þar sem hann þyrfti ekki að lenda í útistöðum við fólk, því útistöður er það versta sem 50 kílóa rindill veit. Að lokum fann hann sér starf sem strætóbílstjóri, því hann var viss um að strætóbílstjórar þyrftu aldrei að stæla við farþegana. Allt gekk að óskum í dáldinn tíma og Jónas var hamingjusamur í nýja starfinu. Þá gerðist það einn daginn þegar hann stoppaði við stoppistöð í Norðurbænum að inn kom svakalegur...