Komið þið sæl. Ég var í bænum um helgina, nánar tiltekið á aðfararnótt sunnudagsins 28. Nov. Ég var inni á skemmtistaðnum Gauki á stöng. Þar kom ég auga á mann sem var liggjandi á gólfinu. Ég gerði það sem mér hafði verið kennt á skyndihjálparnámskeiðum sem ég hef bæði farið í á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar, Slysavarnaskóla sjómanna og Stýrimannaskólans í Reykjavík. Það sem ég gerði var að kanna ástand sjúklings bæði, öndun og púls. Púslinn var nokkuð hraður, óreglulegur og sterkur....