Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fluffster
Fluffster Notandi frá fornöld Karlmaður
398 stig
I have a plan so cunning you could put a tail on it and call it a weasel!

Re: Re: Pabbahelgi . . . = )

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 1 mánuði
Woah, þú ert ekkert að spara stóru orðin Tzip : )

Re: Borga fyrirfram?

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 1 mánuði
Við erum búnir að verka það að hægt er að borga þetta í öllum útibúum Símans. Stærsti faktorinn í þessu fyrirkomulagi er sá hópur sem skráir sig á mót en mætir ekki og skemmir þannig fyrir fólki á biðlista.

Re: Skjálfti og Einkenni:)

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 1 mánuði
Bolirnir eru nú ekki nema dropi í hafið af því sem kostar að halda svona mót. Við erum búnir að koma því vel og skilmerkilega á framfæri við þá sem annast veitingasölu hvað líðst og hvað líðst ekki í þessum hóp.

Re: Re: Re: Augnstunga

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 1 mánuði
Þetta er ekki ferrari síða.

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Re: Re: Jæja loksins.

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 1 mánuði
Þú ert nú meiri kallinn atli. Víkur þér stöðugt undan öllu sem líkist rökum og copy-peistar í staðinn sama gamla þreytta pistilinn um tilfinningar sem n.b. virðist eiga meira við um þig en nokkurn annan hérna. Hvernig er t.d. fullyrðingin “Schumacher er einfaldlega bestur” studd öðru en tilfinningum? Villeneuve eða Frentzen t.d. gætu á góðum bílum staðið Schumacher fyllilega á sporði, eins og Hakkinen hefur gert. Hvernig getur það verið að menn sem vinna “besta ökumanninn” tvö ár í röð...

Re: Re: Re: Re: Re: Re: Jæja loksins.

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 1 mánuði
Schumacher var ekki bara að verja aksturslínuna, hann var að keyra viljandi á aðra keppendur. Mér finnst alveg með ólíkindum að nokkur maður skuli reyna að verja slíkt hátterni. Hann hefur heldur ekki tekið út sína refsingu fyrir það, spurðu bara Damon Hill. Schumacher fékk silkihanskameðferð þegar hann þrumaði á Villeneuve, fékk ekki einu sinni einnar keppnar bann. Gaman að bera það saman við það þegar félagi Schumacher heimtaði 10 keppna bann(!) á greyið Frentzen fyrir mjög venjulegt (en...

Re: Re: Re: Re: Jæja loksins.

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 1 mánuði
Hakkinen var lengi frá vegna alvarlegs slyss sem varð honum næstum að aldurtila. Annars hef ég aldrei sagt að Schumacher sé lélegur ökumaður, ég hef aftur á móti sagt að hann sé óheiðarlegur og lágkúrulegur.

Re: Re: Jæja loksins.

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 1 mánuði
Mér er alveg fyrirmunað að skilja ykkur tífosana atli. Þið eruð svo uppteknir af keppinautunum að það er varla að þið munið eftir Ferrari nema endrum og sinnum : ) Tökum þessa margumræddu “jarðarför” McLaren sem dæmi. Hafið þið séð áhangendur McLaren, Williams, Jordan, Benetton, etc, etc framkvæma slíkan verknað á kostnað Ferrari? Hetjan ykkar virðist reyndar vera uppteknari af eigin sigri en ósigri Hakkinen og er það vel. Ég hefði ekki viljað sjá Schumacher segja “Zat Hakkinen, er fährt wie...

Re: Re: Re: Re: Augnstunga

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 1 mánuði
thorpe, “bara á hliðunum” er fjandi mikið í 1600x1200 skjáupplausn : ) Atli minn, liturinn á www.ferrari.it er #C70000 en #CC0000 hér. Auk þess er hann bara á splash síðunni hjá þeim og síðan á smá borða á aðalsíðunni. Hefurðu ekki annars prófað að smella á hestinn á þeirri síðu? Reyndu svo að vera ekki alltaf með þennan skæting, ég hef ekkert á móti Ferrari. Schumacher er svo allt önnur saga.

Re: Re: Re: Hvað þarf að koma með á s4?

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 1 mánuði
Við uppsetningu rafkerfis gerum við ráð fyrir einni innstungu per keppanda. Ef menn þurfa fleiri (skjár + tölva == 2 klær) þá verða menn að mæta með eigin fjöltengi.

Re: Hvað er átt við með skoðunarkönnuni?

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég vil Frentzen-gula síðu! : )

Re: Re: Re: Frábært hjá Ferrari !

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Jájá Atli, reyndar hefur MS aðeins einu sinni unnið McLaren í ár án hjálpar árekstra/rigningar/bilana.

Re: MS kastar grjóti úr glerhúsi

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ekki má gleyma því þegar hann keyrði Hill út úr braut fyrir nokkrum árum og stal þar með heimsmeistaratitli og komst upp með það. Það er ekki afsakanlegt að gera þetta einu sinni, hvað þá tvisvar.

Re: Re: eru raw þursar ? ? ? ?

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 2 mánuðum
omg zlave…eftir tæpt ár þá er þetta ekki lengur böggur heldur feature. Annað hvort að breyta þessu strax eða alls ekki.

Re: mouth to mouth?

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Jámm, við ætlum að bæta við öðrum FF&G server nú þegar nýju skjálftavélarnar eru komnar í gagnið, svo er töluverð pressa á mér frá gömlu brýnunum að hafa einn AQFFA server líka : )<br>Þetta er allt saman að smella í gang.

Re: Re: Quake 1 FFA server

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 2 mánuðum
fnuzz…leyfðu okkur retro að vera smá retro hérna : )

Re: Re: Fréttir eru merkilegri en Formula1! eða hvað

í Formúla 1 fyrir 24 árum, 2 mánuðum
lozt, ég er eins og allir aðrir(nema starfsmenn rúvl) skikkaður til þess að greiða afnotagjald af skylduvarpinu og ætlast til þess að fá viðunandi dagskrá fyrir það. Ég er ekki þakklátur einum né neinum fyrir viðtækjaskattinn.

Re: Altnikkarar, Teamtalk og M4_steady.

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Nokkar athugasemdir: Spirou: cl_pitchspeed segir til um hversu hratt þú horfir upp/niður ef þú notar lyklaborðið til þess. Þessi breyta er notuð af lyklaborðsspilurum(if they still exist), rocketalíasamönnum og m4 svindlurum. Default gildi er 150. Ef þú reynir að nota annað cl_pitchspeed þá er þér fleygt út af servernum með hraði. Iber: Serverinn forcar cl_pitchspeed 150 á þig við connect, það skiptir engu hvað það er í config hjá þér. ScOpE: Rökréttar rconpælingar, óþarfi samt að takmarka...

Re: Re: Starfsleyfi Litabolta ehf. endurskoðað

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Blimp, þetta er bara enn eitt tilfelli af NIMBY == Not In My Backyard!

Re: Framtíð AQ

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Þetta er mjög einfalt. Á meðan AQ er vinsælt þá munum við bjóða upp á það.

Re: Aq lives..

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Á meðan AQ er vinsælt þá verður því ekki ýtt til hliðar. Svo einfalt er það :)

Re: cstrike vs quake3

í Half-Life fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég skil bara ekki hvers vegna þið þurfið alltaf að vera að segja sjálfum ykkur hvað cs sé góður og skemmtilegur og hvað quake3 sökki.

Re: Pakk

í Hugi fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Groddalegt…en hvílíkur sannleikur! Ég er gáttaður á því að flestir íslenskir bílstjórar skuli vera reiðubúnir að hætta lífi sínu og annarra til þess eins og vera einni bíllengd framar á næstu ljósum.

Re: Skjálfti 3 | 2000

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Þakka hrósið. Vindum okkur í spurningarnar:<br><br>1. Sala veitinga var í höndum Breiðabliks. Við afsöluðum okkur réttinum til að sjá um þetta sjálfir fyrir imo betri aðstöðu og þjónustu m.t.t. mótins sjálfs.<br><br>2. Blikarnir eru jafn áfram um það og við að spilararnir séu ánægðir. Þeir vita hvað ykkur fannst og munu haga pizzuvali samkvæmt því næst.<br><br>3. Því miður er það svo að skjálftamót eru ennþá í feitum mínus. Plássið sem AQ spilari tekur er okkur jafn dýrt og plássið sem Q3...

Re: AimBottar í notkun á AQTP serverunum....

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Aimbot getur ekki haft áhrif á spread. Annars eru aimbottar hið verzta mál og eru þeir sem telja sig geta sýnt fram á að hægt sé að nota aimbotta á skjálfta beðnir um að senda rafpóst á quake@simnet.is
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok