Brynjólfur Sveinsson var Skálholtsbiskup á árunum 1639 til 1674. Var hann einn mesti siðbótarmaður íslenskra kirkjuleiðtoga og mikill skörungur á biskupsstóli. Hann var framtakssamur á hinum ýmsu sviðum, menningarlegum jafnt og trúarlegum og var mikill fræðimaður og heimspekingur. Hann þótti mjög framfarasinnaður og þá helst á sviði mennta og kirkjustjórnar. Hann var víðsýnn og umburðarlyndur maður en þó siðavandur og strangur. Hann gegndi gríðarmikilvægu hlutverki í sögu Íslands og átti...