Ég er nú ekki vanur að vera mikið að tjá mig á spjallborðum sem þessum en nú get ég hreinlega ekki orða bundist. Þegar menn fara að úthrópa menn sem Besserwissa (eða eitthvað þaðan af verra) fyrir að benda á augljósar rangfærslur í söluauglýsingum, er mér hreinlega öllum lokið. Menn verða að átta sig á að þetta er spjallborð, en ekki smáauglýsingar í DV, og þessvegna er sjálfsagt mál að diskútera þá hluti sem auglýstir eru til sölu. Ég tók mig til og gluggaði aðeins í gegnum póstana frá...