Hann tók það fram að hafa klárað 2007, þannig að skírteinið er enn í gildi. Áritunin er runnin út, SEP(single engine piston). En til þess að halda árituninni í gildi þarf hann á seinna ári gildistímans (sem er árið 2009) að hafa 12 tíma, þar af 6 sem PIC, eitt æfingarflug með kennara og hafa framkvæmt 12 flugtök og lendingar. Ef hann uppfyllir þær kröfur getur hann farið með skírteinið og látið framlengja árituninni. Ef hann hefur ekki þessa 12 tíma, þá þarf hann að fara í færnipróf (PFT)...