Ég er búin að vera lesa hérna fullt af greinum og finnst margar mjög athyglisverðar, og margir með einhver vandamál. Ég er búin að svara nokkrum og ákvað svo að skrifa eina sjál um þjálfun og eðli hundsins. Þegar fólk fær sér hund og kemur með hann inn á heimilið þá sér hundurinn að hann er kominn í nýjan flokk. Fyrsta vandamálið sem fólk er að lenda í yfirleitt er að hvolpurinn vælir og geltir alla nóttina þegar búið er að koma honum fyrir í þvottahúsinu eða forstofunni, og það er staðreynd...