Ígulker laugavegi. Fönktónlist, gott kaffi og ekki spillir að stelpan sem klippir er a) heví sæt og b) ekki leiðinleg eins og flestar klippistelpur á stofum bæjarins. Ská á móti bónus laugavegi. Getur keypt vínylplötur í leiðinni (sem er alltaf frábært).
Það eru allir á því Króatía sé málið. Annars get ég líka mælt með Kýpur. Fór þangað 2001 og það er DA BOMB! Ekki jafn útnauðgað og Spánn og þessir standardar og kræst, það er ekkert eins og að stinga sér í azúrbláan sjóinn í kringum Kýpur. Plús að þú getur farið ódýrt (skítódýrt) til Egyptalands og Ísrael með snekkju. Það er alveg shizznittið að kíkja á píramídana og segja félögum þínum að þú hafir séð alla ísraelsku hermennina við Grátmúrinn :)
Já Subway er teh nice og kökurnar eru da bomb. Nicelegheitin er sérlega að fara á segafredo og fá sér mjólkurkaffi tú gó eða ömmukaffi og swissmokka tú gó, síðan á subway og næla sér í kökur :)
Soulseek. Og Valhöll. Bogartmyndirnar voru aðallega gamlir jazzstandardar með Miles Davis (og þá meina ég gamalt, finna eldgamla Miles), Chet Baker, Benny Goodman. Ætti ekki að vera erfitt að finna þetta.
Hún er einmitt sú sem ég er mest að spá í. En hverjir eru að selja Sony vélarnar? Sonycenter er svo plebeiskt að þeir virðast ekki vera með neitt nema heimabíó og plasmasjónvörp >:|
Ég myndi nú skella Trip Hopinu bara undir Raftónlist eða Hip Hop. Og þar sem triphopið er steindautt þá er engin ástæða til að fara að gera eitthvað meira úr því en er. Korkahöfundur má skrifa grein um triphop víst hann er svona spenntur fyrir áhugamáli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..