Ég á litla kisu, Súsý, 2 ára læðugrey. Grábröndótt og saklaus. Fundum hana fyrir 2 árum og tókum að okkur í misgripum fyrir annan kött (sem fannst svo 2 vikum síðar). Hafði þá verið skilin eftir sem kettlingur í kirkjugarði, köld og blaut. Hún hefur verið hjá okkur í þennan tíma og liðið vel en alltaf verið smávaxin. Hún er núna á pillunni, er sauðameinlaus og aldrei gert neinum mein (f. utan 1 starra fyrir ári) og er eiginlega einellt af 2 köttum í hverfinu. Hefur aldrei pissað í neitt...