Það er stundum talað um drauma sem þeir séu spegill sálarinnar(fyrir utan augun). Þeir birta okkur það sem undirmeðvitundin hugsar. Það má í raun segja að við séum með tvö hugsanamengi í gangi í einu, undirmeðvitundin, og “yfirmeðvitundin”.(hvað heitir þetta aftur?) Stundum gerist það fyrir mann að maður hefur lent í einhverju sem þarfnast mikillar úrlausnar.(Ég geri ráð fyrir að flest ykkar hafið lent í svoleiðis.) Þá hendir stundum að maður gerist óskaplega þreyttur, og skríður uppí rúm...